Sýslumannsuppboð
Sýslumannsuppboð fara reglulega fram í húsnæði Vöku en þar eru boðnir upp bílar sem ekki hefur verið hirt um og svo bílar sem boðnir eru upp vegna áhvílandi veðkrafna eða opinberra gjalda.
Állt frá árinu 1958 hefur Vaka útvegað aðstöðu fyrir hið opinbera svo þessi uppboð geti farið fram, fyrst í Síðumúla 20 og eru Vöku-uppboðin löngu orðin fastur liður hjá mörgum bílakaupmanninum.
Auglýsing í Morgunblaðinu 24. maí 1958
Bæjargjaldkerinn í Reykjavík, tollstjórinn í Reykjavík og fleiri stóðu fyrir uppboði í aðstöðu Vöku, Síðumúla 20 og fór uppboðið fram þann 4. júni sama ár.
Sjá nánar á Tímarit.is